Hellisbúarnir

Getur þú ímyndað þér hvernig það er að búa í helli?

Komdu í heimsókn í Laugarvatnshella og við munum veita þér lifandi innsýn í líf venjulegra íslenskra fjölskyldna sem bjuggu í helli fyrir tæpum 100 árum. Laugarvatnshellar eru umvafðir mikilfenglegri náttúru og aksturinn tekur ekki nema um 40 mín frá Reykjavík.


Ferðir eru á 30 mín. fresti

Opnunartímar


Lokað verður yfir vetrarmánuðina

Við munum þó áfram taka á móti fyrirfram bókuðum hópum (lágmark fimm).
Hægt er að bóka ferð með því að ýta á "Bóka ferð hér" hnappinn.

Síðustu hellisbúarnir á Íslandi

Getur þú ímyndað þér hvernig það er að búa í helli? Fyrir tæpum 100 árum bjó venjuleg Íslensk fjölskylda í Laugarvatnshellum!

Hellarnir hafa nú verið endurgerðir í þeirri mynd sem þeir voru í þegar búið var í þeim fyrir tæpri öld síðan.

Komdu í heimsókn og við munum fara með þig um hellana og umhverfi þeirra og segja sögur af ástum og erfiðleikum hellisbúanna. Ferðin tekur 20 mínútur og er farið af stað á 30 mínútna fresti. Fyrir eða eftir leiðsögnina getur þú sest niður í tjaldinu okkar með kaffibolla og kruðerí. Til að upplifun gestanna okkar verði eins góð og mögulegt er takmörkum við fjöldann í hverri ferð við 20. Það getur því verið góð hugmynd að panta hér á heimasíðunni áður en lagt er af stað.

Laugarvatnshellar eru tveir manngerðir hellar sem eru staðsettir á milli Þingvalla og Laugarvatns. Engar heimildir eru til sem benda til hvenær eða hver bjó þá til, það eru þó uppi kenningar um að þeir hafi verið gerðir fyrir landnám af Pöpum.

Í gegnum aldirnar voru hellarnir notaðir af fólki og búfénaði. Góðar beitarlendur eru á Laugarvatnsvöllum og var sauðfé því oft rekið þangað og hellarnir notaðir sem skjól. Eftir að bera fór á draugagangi hættu smalar að vilja vera í hellunum yfir nótt og lagðist sá siður fljótt af.

Árið 1910 fluttu ung hjón, Indriði Guðmundsson og Guðrún Kolbeinsdóttir í hellana og bjuggu þar í eitt ár.

Árið 1918 flutti annað ungt, nýgift par í hellana, þetta voru þau Jón Þorvarðsson og Vigdís Helgadóttir. Þau bjuggu í hellunum í fjögur ár og eignuðust þrjú börn á þeim tíma.

Báðir ábúendirnir voru með hefðbundinn búskap í hellunum. Þeir voru með kindur, hesta og eina kú. Settar voru niður kartöflur, ber tínd og veiddar rjúpur. Til að afla tekna voru farnar ferðir til Reykjavíkur þar sem seldar voru rjúpur. Báðar fjölskyldurnar voru með greiðasölu og seldu veitingar til þeirra sem leið áttu hjá en hellarnir eru í alfaraleið þeirra sem áttu erindi til Reykjavíkur úr sveitinni. Einnig þegar fara átti frá höfuðborginni að skoða Gullfoss og Geysi var gjarnan stoppað í hellunum og áð.

Laugarvatnshellar

Milli Þingvalla og Laugarvatns

Laugarvatnshellar Cave

Hvernig kemst ég þangað

Fyrir aðrar hellaferðir sjá : Laugarvatn Adventure caving.is

Tintron

Tintron
Við sígum 13 metra lóðrétt ofan í jörðina þar til við náum botni hellisins. Þar á eftir skoðum við hellinn með möguleika á smá klettaklifri. Til að komast upp aftur notum við kaðalstiga sem er sérstaklega hannaður fyrir Tintron.

Gjábakkahellir

Gjábakkahellir
Skemmtilegt ferðalag í gegnum Gjábakkahelli sem er 364 metrar að lengd. Hellirinn er seinn yfirferðar vegna stórgrýtis. Við komum til með að þurfa að nota hendur jafnt sem fætur til að komast áfram. Hellirinn gengur einnig undir nöfnum, Helguhellir og Stelpuhellir.

Litli Björn-Vörðuhellir

Litli Björn-Vörðuhellir
Áður var talið að Litli Björn og Vörðuhellir væru tveir óskyldir hellar. Nú hefur hins vegar fundist lítið gat sem tengir þá saman og gerir þá að einum og sama hellinum. Í skemmtilegu ferðalagi byrjum við í Litla Birni, förum í gegnum þrönga gatið og út um opið á Vörðuhelli.

Laugarvatnshellar Cave